Gönguferð

Dagur 1 : NICE
Flug til Nice
Tekið á móti hópnum á flugvellinum og keyrt á hótel í miðbæ Nice.
Hótel í Nice
Dagur 2 : NICE
Göngum í gamla bænum og skoðum blóma og grænmetismarkaðinn.
Eldum saman með matreiðslumeistara frá Nice uppskriftir af svæðinu.
Frjáls tími eftir hádegi.
Nóg er að skoða í Nice, margar fallegar kirkjur og kapellur, rómantísk stræti og torg sem iða af mannlífi, kastalahæðina og síðast en ekki síst göngluleið Englendingsins „Promenade des Anglais“ en svo nefnist göngugatan meðfram ströndinni.
Kvöldmatur frjáls.
Hótel í Nice

Dagur 3 : Fjallaskörðin til SAINT MARTIN VÉSUBIE.
Höldum til fjalla“Alpes Maritime“ Ökum til Coaraze og skoðum hinar fallegu kirkjur og listrænu sólarúr bæjarins. Höldum þaðan til Luceram og svo til Turini Camp d´Argent. Þaðan haldið niður í Vésubie dalinn í gegnum La BolléneVésubie og Roquebilliére og svo upp til Saint Martin Vésubie.
Hádegismatur tekin í einhverju þorpinu á leiðinni. Kvöldmatur á Hóteli.
Hótel í Berthemont eða Saint Martin Vésubie. (Sama hótel verður alla dagana í fjöllunum)

Dagur 4 : LACS DES MILLEFONTS Keyrt yfir til Saint Dalmas og upp í fjöllin þar norður af. Stoppað í um 2000 mtr. hæð og farið í göngu upp að vötnunum „Lacs des Millefonts“ með leiðsögumanni. Nestis Stopp á leiðinni. Eftir gönguna verður stoppað í Saint Dalmas og skoðuð kirkjan sem er frá 12 öld og var reist af krossförum. Að því loknu verður heimsótt lítil ölgerð, fengin þar apertif , smakkað á framleiðslunni. Keyrt til baka á hótel. Kvöldverður á hóteli.

Dagur 5 : LA MADONE DE FENESTRE – LE BORÉON Keyrt upp að fjallaklaustrinu La Madone de Fenestre og það skoðað. Þaðan verður farið í göngu í gegnum stórbrotið landslag með leiðsögumanni að Le Boréon og komið þangað síðdegis. Snætt verður nesti á leiðinni. Haldið til baka á hótel.
Kvöldmatur á hóteli.

Dagur 6 : LA GOROLASQUE / LA COLMIANE Í boði er að fara í göngu dagsferð um dalinn La Gordolasque. En þar er hægt að sjá fjallageitur í sínu náttúrulega umhverfi.
Það verður einnig í boði að fara í La Colmiane, skíða- /útivistarsvæði, en þar er hægt að finna mjög fjölbreytta afþreyingu eins og t.d.: Taka flugið í sviffallhlíf(paraglider) í fjallasalnum með leiðbeinanda; Renna sér í lengstu sviflínu(Zipline) Evrópu; Fara á bobsleða á einteinungi niður skíðabrekkurnar, Klifra á milli trjánna í þrautabrautum, minigolf, klifur, o.s.fr.v…. Eða bara njóta þess að vera upp á fjöllum í rólegheitum. Kvöldmatur á hóteli


Dagur 7 : FJALLAHAGAR GEITASMALANS - NICE Farið í heimsókn til geita og geitahirðis upp í fjallahaga. Fáum að smakka geitaost. Eftir hádegi verður keyrt aftur niður í Nice Hótel í miðbæ Nice Kvöldmatur Frjáls.
