Dagsferð frá Nice til Eze, Menton og Mónakó
Hápunktar
Njóttu víðáttumikils útsýni yfir Villefranche-sur-mer og Saint Jean Cap Ferrat.
Gönguferð um miðaldaþorpið Eze.
Upplifðu heillandi þokka furstadæmisins í Mónakó.
Lýsing
Skoðaðu náttúru og bæi á austurhluta frönsku Rivíerunnar í þessari dagsferð frá Nice.
Ferðast um heillandi borgirnar Eze, Mónakó og Menton.
Sækjum þig á hótel í Nice á milli 0810 og 0845
Villefranche-sur-mer og Saint Jean Cap Ferrat.
Þaðan haldið að útsýnistað þar sem lýta má glæsilegt útsýni yfir hluta Rivíerunnar.
Eze
Miðaldarþorpið
Skoðum miðaldarbæin Eze. Í þessum heillandi bæ er margt að skoða, meðal annars mörg gallerí, fallega kirkju, ilmvatnsverksmiðju Fragonard eða ganga um exótíska jurtagarðinn.
Menton
Hádegismatur
Í Menton, verður stoppað nærri gamla bænum sem ber nokkuð ítalskan blæ, enda landmæri Ítalíu rétt handan við hornið. Hádegisverður er frjáls, en fjölmargir veitingastaði er að finna þar, bæði við ströndina, höfnina og inn í bænum. Bærinn er einnig þekktur fyrir sítrónuræktun og er hægt að heimsækja kynningu með smakki á vörum unnum úr sítrónum.
Mónakó
Furstadæmið
Í furstadæminu Mónakó er margt að skoða, þ.á.m. kastala Grimaldi fjölskyldunnar, hið fræga sjávarlíffræðisafn Rainier fursta, Casino Monte Carlo eða bílasafn furstans sem hefur meðala annars að geyma þó nokkra formúlu 1 bíla. Þá verður keyrt um hluta hinnar frægu formúlu 1 brautar Monte Carlo kappakstursins.