top of page

Biot - Antibes

Biot

Biot er eitt af fallegri þorpum Frakklands með heillandi þröngum götum. Þessi miðaldabær sem er staðsettur í hæðunum ofan við Antibes, er fullur af menningu, sögu og list. Stofnaður af Keltum, ráðist inn af Rómverjum, yfirtekið af sjóræningjum, stjórnað af miðaldariddurum og eyðilagt af Svartadauða: gamli bærinn í Biot á sér ríka sögu sem spannar yfir 2.000 ár.   Biot er hvað frægast fyrir sérstaka glerlist sýna og þar er einnig hið kúbíska nýlistasafn Fernand Léger.

Biot-Dagsferdir.jpg
Antibes2.jpg

Antibes

Antibes er strandbær mitt á milli Cannes og Nice og er einna mest heillandi bær frönsku rivíerunnar. Hefur hann orðið aðdráttarafl ríka fólksins og má þar finna eina stærstu snekkjuhöfn Evrópu og glæsihallir auðmanna á Antibe skaganum.  Í gamla bænum sem lúxusinn vel sýnilegur með mörgum litlum sérvöruverslunum og veitingahúsum. Þar er einnig Picasso safn í Grimaldi kastalanum, en þar bjó listamaðurinn um tíma. Fyrir ofan Snekkjuhöfnina er hin forni virkiskastali „Fort Carré“ sem hægt er að skoða.

Contact us

Choose trip
bottom of page